Það hefur gengið á ýmsu á knattspyrnuferli Portúgalans Cristiano Ronaldo sem innan tíðar yfirgefur Englandsmeistara Manchester United og gengur í raðir nífaldra Evrópumeistara Real Madrid. Hér á eftir verður stiklað á stóru á ferli hins 24 ára gamla leikmanns.
1985: Fæddur 5. febrúar á Madeira í Portúgal.
2002: Leikur sinn fyrsta leik með Sporting Lissabon, 17 ára gamall.
2003: 6. ágúst. Skorar í vináttuleik með Sporting gegn Manchester United á undirbúningstímabilinu.
8. ágúst: Er seldur til Manchester United fyrir 12,2 milljónir punda. Fær úthlutað keppnistreyju númer 7.
16. ágúst: Leikur sinn fyrsta leik með Manchester United. Kom inná í seinni hálfleik í 4:0 sigri gegn Bolton.
1. nóvember: Skorar sitt fyrsta mark fyrir United í 3:0 sigri á Portsmouth.
2004: 22. maí. Fer á kostum í 3:0 sigri á Millwall í úrslitum ensku bikarkeppninnar.
24. júní: Skorar í vítaspyrnukeppni þegar Portúgalar slá Englendinga út í vítaspyrnukeppni á EM.
4. júlí: Leikur með Portúgölum í úrslitum EM sem tapa fyrir Grikkjum, 1:0.
2005: 19. október. Er handtekinn og yfirheyrður vegna nauðgunarmáls á hóteli í London. Lýsir yfir sakleysi og er ekki ákærður.
18. nóvember: Skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Manchester United og er bundinn því til ársins 2010.
2006: 1. júlí Lendir í rimmu við félaga sinn Wayne Rooney í 8-liða úrslitum á HM. Eftir brot Rooney á Carvalho kvartar Ronaldo yfir Rooney sem er rekinn af velli. Skorar sigurmarkið í sigri gegn Englendingum í vítakeppni.
8. júlí: Eftir tap gegn Þjóðverjum í leik um 3. sætið á HM lætur Ronaldo þau boð berast að hann vilji fara frá Manchester United og ganga í raðir Real Madrid.
2007: 6. febrúar. Er skipaður fyrirliði Portúgal í leik á móti Brasilíu degi eftir 22 ára afmælið.
13. apríl: Samþykkir að gera nýjan fimm ára samning við Manchester United.
22. apríl: Er útnefndur leikmaður ársins á Englandi og er einnig valinn besti ungi leikmaðurinn. Er sá fyrsti sem afrekar það síðan Andy Gray gerði það árið 1977.
17. desember: Er þriðji í kjöri knattspyrnumanns ársins hjá FIFA á eftir Kaká og Lionel Messi.
2008: 19. mars. Skorar tvö mörk gegn Bolton og er þar með kominn með 33 mörk. Slær 40 ára gamalt markamet George Best.
27. apríl: Er útnefndur leikmaður ársins á Englandi, annað árið í röð.
5. apríl: Verður Englandsmeistari með United eftir sigur á Wigan.
14. maí: Real Madrid segist hafa fé til að kaupa Ronaldo.
21. maí: Evrópumeistari eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni. Skoraði í leiknum sjálfum en nýtti ekki spyrnu sína í vítakeppninni.
22. maí: Bernd Schuster þjálfari Real Madrid segir að Ronaldo eigi eftir að spila með Real Madrid á ferli sínum.
2. júní: Tjáir sig við brasilíska netmiðilinn Terra og segist vilja fara til Real Madrid ef félagið getur gengið að kröfum Manchester United.
6. júní: Man Utd kvartar yfir Real Madrid til FIFA þar sem félagið reynir að fá hann í sínar raðir.
7. júlí: Gengst undir aðgerð á ökkla í Amsterdam í Hollandi.
8. ágúst: Greinir portúgalska dagblaðinu Publico að hann verði áfram hjá Manchester United í það minnst í eitt ár til viðbótar.
17. ágúst: Kemur til baka eftir meiðslin og spilar síðasta hálftímann í markalausu jafntefli gegn Villareal í Meistaradeildinni.
15. nóvember: Skorar sitt 100. mark fyrir Manchester United í leik gegn Stoke.
30. nóvember: Er rekinn af velli í grannalag Manchester United og Manchester City í úrvalsdeildinni.
2. desember: Er kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Messi varð annar og Torres þriðji.
2009: 8. janúar: Sleppur við meiðsli eftir að hafa klessukeyrt Ferri sportbíl sinn í göngum nálægt flugvellinum í Manchester.
12. janúar: Er útnefndur besti knattspyrnumaður heims í galakvöldverði á vegum FIFA í Zürich.
16. maí: Englandsmeistari þriðja árið í röð eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal.
27 maí: Er er í tapliði United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
11. júní: Manchester United tekur 80 milljóna punda tilboði frá Real Madrid í Ronaldo.