Staðreyndir um Ronaldo

Það hefur gengið á ýmsu á knattspyrnuferli Portúgalans Cristiano Ronaldo sem innan tíðar yfirgefur Englandsmeistara Manchester United og gengur í raðir nífaldra Evrópumeistara Real Madrid. Hér á eftir verður stiklað á stóru á ferli hins 24 ára gamla leikmanns.

1985: Fæddur 5. febrúar á Madeira í Portúgal.

2002: Leikur sinn fyrsta leik með Sporting Lissabon, 17 ára gamall.

2003: 6. ágúst. Skorar í vináttuleik með Sporting gegn Manchester United á undirbúningstímabilinu.

8. ágúst: Er seldur til Manchester United fyrir 12,2 milljónir punda. Fær úthlutað keppnistreyju númer 7.

16. ágúst: Leikur sinn fyrsta leik með Manchester United. Kom inná í seinni hálfleik í 4:0 sigri gegn Bolton.

1. nóvember: Skorar sitt fyrsta mark fyrir United í 3:0 sigri á Portsmouth.

2004: 22. maí. Fer á kostum í 3:0 sigri á Millwall í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

24. júní: Skorar í vítaspyrnukeppni þegar Portúgalar slá Englendinga út í vítaspyrnukeppni á EM.

4. júlí: Leikur með Portúgölum í úrslitum EM sem tapa fyrir Grikkjum, 1:0.

2005: 19. október. Er handtekinn og yfirheyrður vegna nauðgunarmáls á hóteli í London. Lýsir yfir sakleysi og er ekki ákærður.

18. nóvember: Skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Manchester United og er bundinn því til ársins 2010.

2006: 1. júlí Lendir í rimmu við félaga sinn Wayne Rooney í 8-liða úrslitum á HM. Eftir brot Rooney á Carvalho kvartar Ronaldo yfir Rooney sem er rekinn af velli. Skorar sigurmarkið í sigri gegn Englendingum í vítakeppni.

8. júlí: Eftir tap gegn Þjóðverjum í leik um 3. sætið á HM lætur Ronaldo þau boð berast að hann vilji fara frá Manchester United og ganga í raðir Real Madrid.

2007: 6. febrúar. Er skipaður fyrirliði Portúgal í leik á móti Brasilíu degi eftir 22 ára afmælið.

13. apríl: Samþykkir að gera nýjan fimm ára samning við Manchester United.

22. apríl: Er útnefndur leikmaður ársins á Englandi og er einnig valinn besti ungi leikmaðurinn. Er sá fyrsti sem afrekar það síðan Andy Gray gerði það árið 1977.

17. desember: Er þriðji í kjöri knattspyrnumanns ársins hjá FIFA á eftir Kaká og Lionel Messi.

2008: 19. mars. Skorar tvö mörk gegn Bolton og er þar með kominn með 33 mörk. Slær 40 ára gamalt markamet George Best.

27. apríl: Er útnefndur leikmaður ársins á Englandi, annað árið í röð.

5. apríl: Verður Englandsmeistari með United eftir sigur á Wigan.

14. maí: Real Madrid segist hafa fé til að kaupa Ronaldo.

21. maí: Evrópumeistari eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni. Skoraði í leiknum sjálfum en nýtti ekki spyrnu sína í vítakeppninni.

22. maí: Bernd Schuster þjálfari Real Madrid segir að Ronaldo eigi eftir að spila með Real Madrid á ferli sínum.

2. júní: Tjáir sig við brasilíska netmiðilinn Terra og segist vilja fara til Real Madrid ef félagið getur gengið að kröfum Manchester United.

6. júní: Man Utd kvartar yfir Real Madrid til FIFA þar sem félagið reynir að fá hann í sínar raðir.

7. júlí: Gengst undir aðgerð á ökkla í Amsterdam í Hollandi.

8. ágúst: Greinir portúgalska dagblaðinu Publico að hann verði áfram hjá Manchester United í það minnst í eitt ár til viðbótar.

17. ágúst: Kemur til baka eftir meiðslin og spilar síðasta hálftímann í markalausu jafntefli gegn Villareal í Meistaradeildinni.

15. nóvember: Skorar sitt 100. mark fyrir Manchester United í leik gegn Stoke.

30. nóvember: Er rekinn af velli í grannalag Manchester United og Manchester City í úrvalsdeildinni.

2. desember: Er kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Messi varð annar og Torres þriðji.

2009: 8. janúar: Sleppur við meiðsli eftir að hafa klessukeyrt Ferri sportbíl sinn í göngum nálægt flugvellinum í Manchester.

12. janúar: Er útnefndur besti knattspyrnumaður heims í galakvöldverði á vegum FIFA í Zürich.

16. maí: Englandsmeistari þriðja árið í röð eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal.

27 maí: Er er í tapliði United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

11. júní: Manchester United tekur 80 milljóna punda tilboði frá Real Madrid í Ronaldo.

Hermann Hreiðarsson reynir hér að stöðva Cristiano Ronaldo.
Hermann Hreiðarsson reynir hér að stöðva Cristiano Ronaldo. Reuters
Ronaldo skorar eitt af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Manchester United.
Ronaldo skorar eitt af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Manchester United. Reuters
Cristiano Ronaldo gjóir augum á knattspyrnustórann Sir Alex.
Cristiano Ronaldo gjóir augum á knattspyrnustórann Sir Alex. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert