Eigendur Man.Utd ætla að kaupa leikmenn

Alex Ferguson hefur algjör yfirráð yfir leikmannahópnum, segja Glazerarnir.
Alex Ferguson hefur algjör yfirráð yfir leikmannahópnum, segja Glazerarnir. Reuters

Fulltrúar bandarísku Glazers-fjölskyldunnar, sem á enska knattspyrnufélagið Manchester United, hafa staðfest að nýir leikmenn verði keyptir í kjölfarið á sölu Cristianos Ronaldos til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda.

Talsverður kurr hefur verið meðal stuðningsmanna United sem óttast að vegna mikilla skulda muni Glazer-fjölskyldan ekki nota andvirðið í að fylla skarð Ronaldos og styrkja leikmannahópinn.

„Hugmyndir um að skuldir ráði ferðinni hjá Manchester United eru ekki á rökum reistar. Það er ekki þannig. Staðreyndin er sú að eftir sex ára dvöl vildi Cristiano Ronaldo breyta til og stjórinn samþykkti það. Sir Alex Ferguson hefur algjör yfirráð yfir leikmannahópnum. Hann hefur vald til að taka hverjar þær ákvarðanir sem hann telur að þjóni hagsmunum Manchester United best. Þannig verður það áfram," sagði talsmaður Glazer-fjölskyldunnar.

„Ekkert hefur gerst undanfarin fjögur ár sem ætti að gefa annað til kynna en að eigendurnir ætli sér ekki að fjárfesta enn frekar í liðinu. Margir heimsklassa leikmenn hafa verið keyptir til félagsins á undanförnum árum og því verður haldið áfram," sagði hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert