Nani segist tilbúinn að fylla skarð Ronaldos

Portúgalinn Nani.
Portúgalinn Nani. Reuters

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani segist vera tilbúinn að fylla skarðið sem landi hans, Cristiano Ronaldo, skilur eftir sig hjá Englandsmeisturum Manchester United.

,,Ronaldo var okkur mjög mikilvægur leikmaður en nú fæ ég tækifæri og sá tíminn er kominn að að Manchester United getur lagt traust á mig,“ segir Nani í viðtali við portúgalska dagblaðið OJOGO en Nani, sem er 22 ára gamall, kom eins og Ronaldo til Manchester United frá Sporting Lissabon. Hlutskipti Nani á nýliðnu tímabili var að sitja mikið á varamannabekknum en hann var aðeins í byrjunarliði í 13 leikjum af 38 í úrvalsdeildinni.

Nani segir að Ronaldo sé virði hvers einasta penní en Real Madrid kemur til með að greiða 80 milljónir punda fyrir leikmanninn sem jafngildir um 17 milljörðum króna.

,,Þetta er mikið fé en mér finnst það sanngjarnt. Við erum að tala um stórkostlegan leikmann. Real Madrid er frábært félag og ég óska honum alls hins besta en ég veit að Manchester United hefur þau gæði að það getur tekist á við brotthvarf hans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert