Ronaldo: Býst ekki við að meiðslin tefji fyrir

Cristiano Ronaldo er í Los Angeles og verður skoðaður þar.
Cristiano Ronaldo er í Los Angeles og verður skoðaður þar. Reuters

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo kveðst eiga eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Real Madrid, og hann sé meiddur í nára, en segist ekki eiga von á að það komi í veg fyrir að spænska félagið kaupi sig af Manchester United fyrir 80 milljónir punda.

Ronaldo er í fríi í Bandaríkjunum en fréttastöðin Fox Sports náði tali af honum þar. „Ég þarf ekki að fara í aðgerð, þetta eru minniháttar meiðsli. Ég frétti af samningunum eftir að ég var kominn í frí og heyrði að United hefði tekið tilboðinu. Real Madrid vill láta mig gangast undir læknisskoðun, en það var viðbúið," sagði Ronaldo.

Hann er í Los Angeles en fulltrúar Real Madrid munu fljúga þangað til að skoða líkamlegt ástand kappans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert