Ronaldo fær tvo milljarða í árslaun

Cristiano Ronaldo verður lofinn um lófanna hjá Real Madrid.
Cristiano Ronaldo verður lofinn um lófanna hjá Real Madrid. Reuters

Portúgalski Cristiano Ronaldo mun gera sex ára samning við nífalda Evrópumeistara Real Madrid síðar í þessum mánuði og laun hans koma til með að hækka verulega frá því sem hann hafði hjá Englandsmeisturum Manchester United.

Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Times mun Ronaldo fá 9,5 milljónir punda í árslaun sem jafngildir um 2 milljörðum íslenskra króna. Í lok samningstímans mun heildargreiðslur Real Madrid til Ronaldos nema um 107 milljónum punda sem jafngildir um 22,6 milljörðum íslenskra króna.

Breskir fjölmiðlar segja að Ronaldo hafi fyrir sex mánuðum verið búinn að semja við Real Madrid en hafi haldið því leyndu


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert