Cristiano Ronaldo verður með rétt tæp 700.000 krónur í tímakaup árið sem sex ára samningur hans við Real Madrid rennur út. Times Online sagði í gær að Ronaldo myndi gera sex ára samning og að laun hans fyrsta árið yrðu 9,5 milljónir punda og myndu síðan hækka um 25% á hverju tímabili eftir það.
Sé þetta rétt, verða laun hans rétt tæplega 29 milljónir punda á sjötta ári hans, en það gerir rúma sex milljarða íslenskra króna, eða tæpar 17 milljónir króna á dag og þá verður tímakaupið 698.316 krónur.
Þetta er 33 sinnum meira en meðallaun Spánverja, en þar í landi er nú 18% atvinnuleysi. Ronaldo verður hins vegar bara með 228.824 krónur á tímann fyrsta árið.