Tilboð lagt fram í Glen Johnson

Glen Johnson leikmaður Portsmouth.
Glen Johnson leikmaður Portsmouth. Reuters

Bakvörðurinn Glen Johnson sem leikur með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, er að öllum líkindum á leið til Liverpool, en Portsmouth hefur staðfest að tilboð hafi borist í leikmanninn, sem einnig hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester City.

„Glen átti frábært tímabil hjá okkur og hann er besti hægri bakvörðurinn á Englandi í dag. Hann spurði mig þegar við sömdum við hann, hvort ég myndi standa í vegi fyrir því að hann færi til eins af hinum fjóra stóru sem boðið gætu Meistaradeildarbolta, og ég sagði honum að ég gæti það ekki,“ sagði Peter Storrie, stjórnarformaður Portsmouth.

Aðspurður hvort hann hefði fengið tilboð upp á 15-18 milljónir punda í leikmanninn, svaraði Storrie: „Þú ert nokkuð nálægt réttri tölu.“ Storrie vildi þó ekki gefa upp hvaða lið hefði lagt fram tilboð en Liverpool er talið líklegast til að hreppa leikmanninn, þar sem Johnson var um skeið hjá Chelsea, þar sem hann átti frekar slæma daga. Þá er talið að hann vilji leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en slíkt getur Manchester City ekki boðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert