Torres með þrennu fyrir Spánverja

Fernando Torres fagnar einu marka sinna í kvöld.
Fernando Torres fagnar einu marka sinna í kvöld. Reuters

Fernando Torres, framherji Liverpool, skoraði þrennu fyrir Evrópumeistara Spánverja í kvöld þegar þeir burstuðu Eyjaálfumeistara Nýja-Sjálands, 5:0, í fyrstu umferð Álfukeppninnar í knattspyrnu í Suður-Afríku.

Torres skoraði þrennu á fyrstu 20 mínútum leiksins og lagði upp mark fyrir David Villa í seinni hálfleik. Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, skoraði fjórða mark Spánverja á 24. mínútu en þeir sundurspiluðu Ný-Sjálendinga framan af leik og voru komnir í 4:0 fyrr en varði.

Suður-Afríka, gestgjafi mótsins, og Asíumeistararnir frá Írak gerðu 0:0 jafntefli í hinum leik A-riðilsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert