Ferguson að skoða ungan Brassa

Sir Alex Ferguson er spenntur fyrir Douglas Costa hjá Gremio.
Sir Alex Ferguson er spenntur fyrir Douglas Costa hjá Gremio. Reuters

Douglas Costa, 18 ára Brasilíumaður í liði Gremio, er nú orðaður við Englandsmeistara Manchester United, en umboðsmaður leikmannsins segir, að United hafi þegar haft samband vegna mögulegra kaupa á leikmanninum.

„Þeir (United) hafa fundið fjóra til fimm leikmenn sem gætu fyllt skarð Ronaldo, og Costa er einn þeirra. Það hefur verið haft samband við okkur frá nokkrum liðum á liðnum árum, og er United á meðal þeirra,“ sagði Cesar Bottega við Radio Caucha útvarpsstöðina.

Manchester hefur fylgst með leikmanninum í um tvö ár, en Real Madrid, Barcelona og Inter hafa einnig haft augastað á leikmanninum.

Costa verður 19 ára í september og er sagður hinn nýji Ronaldinho. Hann er örvfættur miðjumaður og þykir mikill aukaspyrnusérfræðingur, sem hafi gott auga fyrir samspili. Hann hefur þó aðeins gert eitt mark í 10 leikjum á síðustu tveimur tímabilum fyrir Gremio.

Samningur hans hjá Gremio er til 2013, en samkvæmt klásúlu getur Gremio ekki neitað ef tilboð upp á 21 milljón punda berst í leikmanninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert