United í baráttuna um Villa

David Villa er þessa dagana í Suður-Afríku að keppa með …
David Villa er þessa dagana í Suður-Afríku að keppa með Spáni í Álfukeppninni. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United eru sagðir undirbúa 45 milljóna punda tilboð í spænska knattspyrnuframherjann David Villa, leikmann Valencia. Upphæðin jafngildir 9,5 milljörðum króna og yrði Villa því dýrasti leikmaður Bretlandseyja.

Enska blaðið Daily Mirror greinir frá þessu í dag. Samkvæmt fréttinni er United því komið í baráttu við Real Madrid, Barcelona og fleiri félög um þennan mikla markaskorara.

Villa hefur sjálfur sagt að yfirgefi hann Valencia vilji hann allra helst fara til Madrid og þrátt fyrir að spænska félagið hafi farið mikinn í leikmannakaupum virðist nóg eftir af aurum fyrir kappanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert