Glen Johnson á leið til Liverpool

Glen Johnson, til hægri, fagnar marki gegn Andorra en hann …
Glen Johnson, til hægri, fagnar marki gegn Andorra en hann lagði upp fjögur marka enska landsliðsins í þeim leik. Reuters

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson gangi til liðs við Liverpool eftir að Portsmouth samþykkti 17 milljón punda tilboð Liverpool í hann. Johnson á eftir að semja við Liverpool um kaup og kjör.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar með búinn að gera sín fyrstu kaup á sumrinu og talið er að hann muni selja Andrea Dossena til að fjármagna kaupin á Johnson.

Portsmouth selur Johnson með góðum hagnaði en félagið keypti hann af Chelsea fyrir fjórar milljónir punda fyrir tveimur árum. Samkvæmt BBC skuldar Portsmouth enn hluta af kaupverðinu á Peter Crouch sem kom til félagsins frá Liverpool síðasta sumar, og sú skuld gengur þá uppí kaupin á Johnson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert