Englandsmeistarar Manchester United hefja titilvörnina á heimavelli sínum, Old Trafford, gegn nýliðum Birmingham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þann 15. ágúst. Þremur dögum síðar sækja þeir heim aðra nýliða, Jóhannes Karl Guðjónsson og félaga í Burnley.
Í dag var leikjadagskrá deildarinnar gerð opinber og fyrstu tvær umferðirnar líta þannig út:
Laugardagur 15. ágúst:
Aston Villa - Wigan
Blackburn - Manchester City
Bolton - Sunderland
Chelsea - Hull
Everton - Arsenal
Manchester United - Birmingham
Portsmouth - Fulham
Stoke - Burnley
Tottenham - Liverpool
Wolves - West Ham
Þriðjudagur 18. ágúst:
Arsenal - Bolton
Birmingham - Portsmouth
Burnley - Manchester United
Fulham - Blackburn
Hull - Tottenham
Sunderland - Chelsea
West Ham - Aston Villa
Wigan - Wolves
Miðvikudagur 19. ágúst:
Liverpool - Stoke
Manchester City - Everton
Fyrsti sannkallaði stórleikur deildarinnar verður þann 29. ágúst þegar Manchester United tekur á móti Arsenal á Old Trafford. Chelsea tekur á móti Liverpool 3. október, Liverpool og Manchester United mætast á Anfield 24. október og Chelsea mætir Manchester United á Stamford Bridge 7. nóvember.
Í lokaumferð deildarinnar þann 9. maí spilar Manchester United á heimavelli við Stoke en Liverpool sækur Hull City heim.