Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur staðfest að það hafi haft samband við enska félagið Chelsea með það fyrir augum að kaupa portúgalska bakvörðinn José Bosingwa.
Karl-Heinz Rummenigge sagði þetta í samtali við þýska íþróttatímaritið Kicker í dag. „Viðræður eru komnar af stað en við eigum eftir að fá samþykki Chelsea. Bosingwa er einn besti hægri bakvörður í fótboltanum í dag," sagði Rummenigge.