Carragher: Brottför Ronaldo mun hjálpa okkur

Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool.
Jamie Carragher varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool. Reuters

Jamie Carragher varnarmaðurinn sterki hjá Liverpool segir að brottför Cristiano Ronaldo frá Englandsmeisturum Manchester United muni hjálpa keppinautum United á næstu leiktíð.

Ronaldo skrifar undir sex ára samning við Real Madrid á næstu dögum en hann hefur gengt lykilhlutverki með Manchester-liðinu undanfarin ár og skoraði 84 mörk í þeim 157 leikjum sem hann var í byrjunarliði í úrvalsdeildinni.

,,Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður og það verður mikill missir fyrir úrvaldeildina að hafa hann ekki með. Hann breytti miklu hjá Manchester United en ég er viss um að Sir Alex veit hvað hann er að gera og að hafa 80 milljónir punda til að kaupa leikmenn er mikill peningur.

Það verður samt erfitt að fylla skarð Ronaldos en kannski fer United aðra leið og fær tvo til þrjá leikmenn til gera það. En vonandi fær United ekki jafn góðan leikmann og Ronaldo og ég er viss um að fjarvera hans mun verða til þess að hjálpa keppinautum Manchester United að velta því af stalli,“ segir Carragher en Liverpool veitti Manchester United harða keppni um Englandsmeistaratitilinn í ár.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka