Chelsea ætlar að áfrýja

Didier Drogba lætur Tom Henning Ovrebo heyra það eftir leik …
Didier Drogba lætur Tom Henning Ovrebo heyra það eftir leik Chelsea og Barcelona. Reuters

Chelsea hefur staðfest að það ætli að áfrýja úrskurði aganefndar UEFA sem í vikunni úrskurðaði Didier Drogba og Jose Bosingwa í bann frá þátttöku í Meistaradeildinni fyrir óprúðmannlega framkomu eftir leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikmennirnir gengu afar hart fram í gagnrýni sinni á norska dómarann Tom Henning Ovrebo. Drogba húðskammaði Ovrebo í beinni sjónvarpsútsendingu og var úrskurðaður í sex leikja bann og Bosingwa fékk fjögurra leikja bann en hann kallaði Ovrebo þjóf í viðtali eftir leikinn.

Þá ætlar Chelsea einnig að áfrýja úrskurði UEFA sem dæmdi félagið til að greiða 85.000 pund, 18 milljónir króna, í sekt vegna framkomu leikmanna og stuðningsmanna eftir leikinn á móti Barcelona.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert