Tévez yfirgefur Manchester United

Carlos Tevez hefur leikið sinn síðasta leik með Manchester United.
Carlos Tevez hefur leikið sinn síðasta leik með Manchester United. Reuters

Manchester United staðfestir á vef félagsins í dag að Argentínumaðurinn Carlos Tévez sé á förum frá félaginu. United var reiðubúið að greiða 25,5 milljónir punda fyrir Tévez, gera við hann fimm ára samning og gera hann að einum launahæsta leikmanni félagsins en Tévez hafnaði því og vill róa á önnur mið.

,,Umboðsmaður hans kom þeim skilaboðum til félagsins að hann vildi ekki halda áfram að spila með Manchester United,“ segir í yfirlýsingu á vef Manchester United. ,,Félagið þakkar honum þau tvö ár sem hann hefur spilað fyrir það og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Manchester City þykir líklegasti viðkomustaður hjá Tévez. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Liverpool en haft var eftir Argentínumanninum í gær að hann vildi ekki fara til Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert