Mikill áhugi á Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert

Fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að næla í Eið Smára Guðjohnsen, skv. frétt dagblaðsins Daily Mirror í dag. Það eru Fulham, Aston Villa, Everton og West Ham. Fréttavefur Sky talar um að Eiður Smári gæti verið falur fyrir 4 milljónir punda og það yrðu reyfarakaup. Eiður hefur undanfarið verið orðaður við lið bæði í Frakklandi og Tyrklandi.

Þrjú af liðunum sem Eiður er orðaður við í Mirror taka þátt í Evrópukeppninni í haust og hjá West Ham er Gianfranco Zola við stjórnvölinn en Eiður lék með honum hjá Chelsea fyrir nokkrum árum. Í enskum fjölmiðlum í gær var svo Eiður nefndur til sögunnar sem hugsanlegt skotmark Tottenham og Blackburn.

Fyrir utan liðin í ensku úrvalsdeildinni sem eru með augastað á Eiði hafa félög í Frakklandi og Tyrklandi sýnt Eiði áhuga svo hann ætti að hafa úr nægu að velja kjósi hann að yfirgefa Barcelona í sumar en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Evrópumeistarana.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert