Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er byrjaður að leita að nýjum Cristiano Ronaldo og nú gæti hann verið fundinn því
Englandsmeistararnir hafa rætt við brasilíska liðið Gremio um kaup á Douglas Costa að því er fram kemur í enska blaðinu The Times í dag.
Costa er 18 ára gamall, sókndjarfur miðjumaður sem leikur með U-20 ára liði Brasilíu og þykir strákurinn afar hæfileikaríkur en lið eins og Real Madrid og Inter hafa haft augastað á honum ásamt United.
Ferguson er bjartsýnn á að fá Costa til Old Trafford í sumar en njósnari United-liðsins í Brasilíu hvatti Ferguson til að kaupa hann í fyrra en knattspyrnustjórinn sigursæli vildi bíða með það í eitt ár.