Nýr Ronaldo á leið til Manchester United?

Sir Alex Ferguson hefur nægt fé á milli handanna til …
Sir Alex Ferguson hefur nægt fé á milli handanna til að styrkja leikmannahóp sinn. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er byrjaður að leita að nýjum Cristiano Ronaldo og nú gæti hann verið fundinn því
Englandsmeistararnir  hafa rætt við brasilíska liðið Gremio um kaup á Douglas Costa að því er fram kemur í enska blaðinu The Times í dag.

Costa er 18 ára gamall, sókndjarfur miðjumaður sem leikur með U-20 ára liði Brasilíu og þykir strákurinn afar hæfileikaríkur en lið eins og Real Madrid og Inter hafa haft augastað á honum ásamt United.

Ferguson er bjartsýnn á að fá Costa til Old Trafford í sumar en njósnari United-liðsins í Brasilíu hvatti Ferguson til að kaupa hann í fyrra en knattspyrnustjórinn sigursæli vildi bíða með það í eitt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka