City að undirbúa tilboð í Lescott

Joleon Lescott fagnar marki með Everton á síðustu leiktíð.
Joleon Lescott fagnar marki með Everton á síðustu leiktíð. Reuters

Manchester City er að undirbúa 15 milljón punda tilboð í enska landsliðsmanninn Joleon Lescott, miðvörðinn öfluga hjá Everton, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian í morgun.

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City ætlar að styrkja lið sitt á öllum stöðum á vellinum en hann hefur þegar fengið framherjann Roque Santa Cruz og miðjumanninn Gareth Barry. Lecott er efstur á óskalistanum hjá honum hvað varnarmenn varðar en hann hefur verið lykilmaður hjá Everton frá því félagið fékk hann frá Wolves fyrir þremur árum á 5 milljónir punda.

City er reiðubúið að tvöfalda launa Lescotts en hann hefur 40.000 pund í vikulaun hjá Everton sem jafngildir um 8,3 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert