Stoke blandar sér í baráttuna um Owen

Michael Owen yfirgefur Newcastle í lok mánaðarins.
Michael Owen yfirgefur Newcastle í lok mánaðarins. Reuters

Stoke hefur blandað sér í baráttuna um sóknarmanninn Michael Owen sem hefur ákveðið að yfirgefa Newcastle í lok mánaðarins þegar samningur hans við liðið rennur út.

,,Aldrei að segja aldrei í fótbolta. Vitanlega hefðum við áhuga á að fá hann til okkar. Ég er ekki viss um hvort Michael vilji koma til okkar núna að staðan gæti breyt hjá honum. Það yrðu frábær kaup í honum og hann getur fullvissað sig um að stuðningsmenn okkar tæku honum sérlega vel, “ segir Tony Pulis í viðtali við enska blaðið Sentinel.

Hull City hefur borið víurnar í Owen sem er 29 ára gamall en meiðsli hafa plagað þennan annars góða fótboltamann undanfarin ár. Það sést best á því hann hefur aðeins náð að leika 79 leiki með Newcastle frá því hann var keyptur til liðsins frá Real Madrid fyrir fjórum árum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka