Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, sagði í dag að hann hefði rætt við enska knattspyrnufélagið Arsenal um möguleikana á að kaupa framherjann Emmanuel Adebayor.
„Hvað Adebayor varðar, þá höfum við haft samband símleiðs og Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal tók okkur vel," sagði Galliani, sem leitar að sóknarmanni eftir að hafa verið neitað um að fá Edin Dzeko frá þýsku meisturunum Wolfsburg.