Þjóðverjar Evrópumeistarar

Englendingurinn Theo Walcott, hvítklæddur, í baráttu við Mats Hummels í …
Englendingurinn Theo Walcott, hvítklæddur, í baráttu við Mats Hummels í úrslitaleiknum í kvöld. Reuters

Þjóðverjar urðu í kvöld Evrópumeistarar leikmanna 21 árs og yngri í knattspyrnu þegar þeir burstuðu Englendinga, 4:0, í úrslitaleik sem háður var í Malmö í Svíþjóð.

Sandro Wagner skoraði tvö marka þýska liðsins og þeir Gonzalo Randon Castro og Mesut Ozli gerðu sitt markið hver.

Það var skarð fyrir skildi í liði Englendinga að þrír sterkir leikmenn gátu ekki spilað vegna leikbanns en það voru þeir Joe Hart, markvörður, Gabriel Agbonlahor og Frazier Cambell.

Sigur Þjóðverja var fyllilega verðskuldaður en þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill þeirra í þessum flokki. Þjálfari liðsins er Horst Hrubesch sem gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu á árunum áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert