Eiður Smári orðaður við Everton

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Morgunblaðið/ Eggert Jóhannesson

Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður og faðir Eiðs Smára, segir í viðtali við spænska netmiðilinn Diario Sport, að nokkur ensk félög, þar á meðal Everton, séu á höttunum eftir leikmanninum, sem talið er fullvíst að yfirgefi Barcelona í sumar.

„Ég held að Eiður fari frá Barcelona, en ég veit ekki hvar hann spilar næst. Það eru margir möguleikar í stöðunni, og auk Aston Villa, Fulham og Everton, eru einnig félög á meginlandi Evrópu sem hafa áhuga,“ er haft eftir Arnóri.

Eiður hefur ekki verið orðaður við Everton áður, en Sunderland, West Ham og Chelsea hafa öll verið sögð á höttunum eftir Eiði, burtséð frá því hversu áreiðanlegar þær heimildir eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert