Fjórir leikmenn yfirgáfu í dag enska úrvalsdeildarliðið Manchester City og geta þeir fundið sér nýja vinnuveitendur. Um er að ræða þá Michael Ball, Dietmar Haman, Danny Mills og Darius Vassell.
Samningar leikmannanna runnu út nú um mánaðarmótin og ákvað knattspyrnustjórinn Mark Hughes að bjóða þeim ekki nýja samninga en Hughes stendur í ströngu þessa dagana á leikmannamarkaðnum.