Surman til Úlfanna

Mick McCarthy knattspyrnustjóri Úlfanna.
Mick McCarthy knattspyrnustjóri Úlfanna. Reuters

Nýliðar Wolves gengu í dag frá kaupum á miðjumanninum Andrew Surman. Hann kemur til liðsins frá Southampton og greiða Úlfarnir 1,2 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem er leikmaður U21 árs landsliðs Englendinga.

Surman gerði þriggja ára samning við Wolves en hann lék 142 leiki með Southampton og skoraði í þeim 18 mörk, þar á meðal eitt í 6:0 sigri Southampton á Úlfunum fyrir tveimur árum.

Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Mick McCarthy knattspyrnustjóri Úlfanna kaupir í sumar en áður hafði liðið fengið Kevin Doyle, Marcus Hahnemann og Nenad Milija.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert