Owen stóðst læknisskoðun hjá Man Utd

Michael Owen
Michael Owen Reuters

Framherjinn Michael Owen stóðst ítarlega læknisskoðun hjá Englandsmeisturum Manchester United sem hann gekkst undir í gær og í dag og þar með er ekkert því til fyrirstöðu að hann gangi í raðir meistaranna. Talið er Owen skrifi undir samning við meistarana í kvöld en hann kemur til liðsins án greiðslu þar sem samningur hans við Newcastle var útrunninn.

Owen er 29 ára gamall sem hóf feril sinn með Liverpool þar sem hann sló í gegn. Hann lék með Liverpool-liðinu á árunum 1996 til 2004 þar sem hann lék 216 deildarleiki og skoraði í þeim 118 mörk.

Árið 2004 var hann seldur til spænska stórliðsins Real Madrid en vera hans var stutt hjá Madridarliðinu. Hann lék aðeins eina leiktíð en náði að skora 18 mörk í 41 leik.

Í ágúst 2005 var hann seldur til Newcastle fyrir 16 milljónir punda en síðustu árin hefur Owen verið afar óheppinn með meiðsli. Hann var lengi frá vegna hnémeiðsla og hefur ekki náð sér á strik eftir það en Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sýnt og sannað að hann getur komið góðum leikmönnum í gang á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert