Van Persie með nýjan samning við Arsenal

Robin van Persie fagnar marki með Arsenal.
Robin van Persie fagnar marki með Arsenal. Reuters

Robin van Persie framherjinn snjalli hjá Arsenal hefur skrifað undir nýjan samning við Lundúnaliðið sem gildir til ársins 2014 að því er fram kemur í breska blaðinu Independet í dag.

Van Persie átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og undanfarnar vikur og mánuði hafa verið vangaveltur að Hollendingurinn væri á förum frá Arsenal en þeim vangaveltum hefur nú verið eytt.

Nýi samningurinn felur í sér launahækkun og kemur van Persie til með að fá um 80.000 pund í vikulaun sem jafngildir um 16,5 milljónum króna.

Van Persie er 26 ára gamall sem kom til Arsenal frá hollenska liðinu Feyenoord árið 2004 fyrir 2,75 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert