Tévez: Er ekki svikari

Carlos Tévez.
Carlos Tévez. Reuters

Carlos Tévez hefur ekki trú á að stuðningsmenn Manchester United líti á hann sem svikara fari svo að hann gangi í raðir Manchester City eins og allar líkur eru á. Tévez hafnaði tilboði frá United í síðasta mánuði og er með tilboð í höndunum frá grönnunum í Manchester City.

,,Ef ég spila fyrir Manchester City þá hef ég ekki trú að stuðningsmenn United finnist ég vera svikari. Þeir verða að muna það að því er ég best veit að mér var kastað út úr félaginu og ég verð að skoða bestu tilboðin sem mér bjóðast,“ segir Tévez í viðtali við breska blaðið People.

Ákvörðun Tévez um að hafa fimm ára tilboði frá Manchester United hefur verið varin af umráðamanni hans, Kia Joorabchian, og sjálfur hefur leikmaðurinn sagt að Sir Alex Ferguson hafi skilið hann eftir með litla aðra kosti en að fara. Tévez var ekki sáttur við hlutskipti sitt hjá meisturunum en hann sat mikið á bekknum.

,,Fyrsta árið mitt var gott. Ég spilaði mikið og fannst ég njóta virðingar hjá þjálfaranum en seinna árið fóru skrýtnir hlutir að gerast sem ég átti erfitt með að skilja. Eftir tapið á móti Liverpool á Old Trafford þá hunsaði Ferguson mig alveg eins og hann kenndi mér um ósigurinn.

Eftir þetta kölluðu stuðningsmenn United eftir því að ég yrði í liðinu en hann tók ekki mark á því af því hann veit alltaf betur en allir. Ég gaf mig allan í leiki Manchester United og fólk veit það. Af þeirri ástæðu þá finnst mér ég ekki eiga það skilið hvernig hlutirnir enduðu,“ segir Tévez.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka