Ancelotti: Terry ekki til sölu

John Terry fyrirliði Chelsea með bikarinn sem Chelsea vann í …
John Terry fyrirliði Chelsea með bikarinn sem Chelsea vann í vor eftir sigur á Everton í úrslitaleik. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea útilokar með öllu að John Terry yfirgefi félagið. Ancelotti, sem tók formlega til starfa hjá Lundúnaliðinu í morgun, segir Terry ekki til sölu. Hann verði um kyrrt og muni áfram bera fyrirliðabandið.

Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð fyrirliðans í kjölfar risatilboðs Manchester City en Manchester-liðið er reiðubúið að greiða 40 milljónir punda fyrir Terry og greiða honum hvorki meira né minna en 300.000 pund í vikulaun sem jafngildir um 62 milljónum króna.

,,John Terry er tákn félagsins. Hann verður okkar fyrirliði á næstu leiktíð. Hann sagðist vilja vera hjá Chelsea til loka ferils síns og við viljum halda honum. Terry verður hjá okkur að eilífu,“ sagði Ancelotti við fréttamenn í morgun en hann hyggst ræða við Terry undir fjögur augu í vikunni.

,,Mér líkar vel við að hafa fyrirliða eins og Terry, hann er líkur Maldini hvað fagmennskuna varðar, fyrir hæfileikana og hann verður besti fyrirliðinn fyrir Chelsea. Ég ræddi við Terry fyrir mánuði síðan þegar ég kom til félagsins. Eftir það fór hann í frí. Ég mun ræða við hann aftur vegna þess að hann er fyrirliði liðsins og ég vil eiga góð samskipti fyrir fyrirliðann,“ sagði Ancelotti.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert