Obertan genginn í raðir Manchester United

Gabriel Obertan er orðinn leikmaður Manchester United.
Gabriel Obertan er orðinn leikmaður Manchester United. AP

Englandsmeistarar Manchester United gengu í dag frá kaupum á franska miðjumanninum Gabriel Obertan. Frakkinn, sem er 20 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við ensku meistarana og er þriðji leikmaðurinn sem United fær í sínar raðir í sumar.

Obertan kemur til United frá franska liðinu Bordeaux og er sókndjarfur miðjumaður að sögn Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra sem áður hafði fengið kantmanninn Antonio Valencia frá Wigan og sóknarmanninn Michael Owen frá Newcastle.

,,Gabrel er leikmaður sem við höfum fylgst með í nokkur ár. Við erum virkilega ánægðir að fá hann til okkar núna. Við viljum fá unga leikmenn og láta þá þroskast hjá okkur og þannig verður það með Gabriel næstu tvö árin,“ segir Sir Alex á vef Manchester United.

,,Ég er mjög ánægður að koma til Manchester United. Þetta er stórt og mikið tækifæri að fá að spila með svona frábæru félagi. Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að sýna hvað ég get með liðinu,“ segir Obertan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert