Glen Johnson: Vil vera partur af glæsilegri sögu

Glen Johnson ásamt knattspyrnusstjóranum Rafael Benítez.
Glen Johnson ásamt knattspyrnusstjóranum Rafael Benítez. www.liverpoolfc.tv

Glen Johnson segir að orðstír Liverpool í knattspyrnuheiminum hafi ráðið því að ekkert annað félag hafi getað keppt við Liverpool um undirskrift sína. Bakvörðurinn snjalli gekk í raðir Liverpool á dögunum frá Portsmouth og gerði fjögurra ára samning við félagið.

Mörg félög voru á höttunum eftir Johnson, þar á meðal Chelsea sem hann lék með áður en hann fór til Portsmouth.

,,Ég átti góða og slæma tíma hjá Chelsea en þegar lið eins Liverpool er á höttunum eftir þér þá er ekki erfitt að taka ákvörðun. Liverpool er frábært félag, eitt af þeim stærstu í heimi. Það á glæsilega sögu og ég vil vera partur af henni,“ segir Johnson á vef Liverpool.

,,Hárið fer að rísa á hausnum á manni þegar maður kemur á Anfield og heyrir sönginn ,,You never walk alone, þótt maður sé ekki að spila fyrir Liverpool.  Svo ég get byrjað að ímynda mé hvernig það verður þegar ég klæðis Liverpool búningnum í fyrsta skipti,“ segir Johnson, sem verður formlega kynntur til sögunnar á fréttamannafundi á Anfield síðar í dag.

,,Við höfum frábæran leikmannahóp og ég vil leggja mitt af mörkum til að Liverpool vinni titilinn. Strákarnir stóðu sig virkilega vel á síðustu leiktíð og vonandi getum við innbyrt fleiri stig á komandi leiktíð og stolið titlinum frá Manchester United,“ segir þessi 24 ára gamli bakvörður en Liverpool hefur hampað Englandsmeistaratitlinum síðan árið 1990.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert