Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City reynir nú að klófesta framherja Arsenal, Emmanuel Adebayor. Þetta staðfesti Mark Hughes, knattspyrnustjóri liðsins í dag.
„Ég held að það hafi viðræður í gangi milli okkar og Arsenal, en líkt og mín venjulegu viðbrögð eru varðandi leikmenn sem við höfum enn ekki fengið, þá er þetta ekki rétti tíminn til að ræða það. Ég get aðeins staðfest að við höfum haft samband,“ sagði Hughes.
Manchester City gekk í dag frá kaupum á Carlos Tévez frá erkifjendunum í Manchester United, en auk Adebayor hefur sjálfur David Beckham verið orðaður við liðið, en hann hefur gefið það út að hann útiloki ekki að ganga til liðs við félag á Englandi, verði það til þess að auka möguleikann á að komast í enska landsliðið.
Áður hefur Beckham sagt að hann myndi aldrei leika með öðru liði en Manchester United á Englandi, en nú gæti það breyst.