Þrenna varamanns á 7 mínútum

Erik Nevland skoraði þrennu.
Erik Nevland skoraði þrennu. Reuters

Norski knattspyrnumaðurinn Erik Nevland skoraði þrennu á aðeins 7 mínútum, eftir að hafa komið inná sem varamaður, þegar enska úrvalsdeildarliðið Fulham burstaði ástralska liðið Perth Glory í æfingaleik í Ástralíu í dag, 5:0.

Mark frá Andy Johnson skildi liðin að þegar Nevland tók leikinn í sínar hendur á 60. mínútu. Þá kom hann Fulham í 2:0 og hafði skorað tvívegis til viðbótar sjö mínútum síðar, 4:0. Andranik Teymourian, Íraninn í liði Fulham, átti síðan lokaorðið rétt fyrir leikslok.

Nevland, sem var í röðum Manchester United á yngri árum, er 31 árs gamall og kom til Fulham frá Groningen í Hollandi fyrir ári síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert