Hart áfram með Portsmouth

Portsmouth verður væntanlega með sama stjórann áfram.
Portsmouth verður væntanlega með sama stjórann áfram. Reuters

Allt bendir til þess að Paul Hart verði áfram knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth. Væntanlegur eigandi, Sulaiman Al Fahim, hefur gefið til kynna að hann vilji frekar að Hart haldi áfram með liðið en að sóttur verði þekktari stjóri til félagsins.

Hart tók við liði Portsmouth til bráðabirgða í febrúar, eftir að Tony Adams var sagt upp störfum, og tryggði liðinu áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni. Reiknað var með að hann þyrfti að víkja í sumar fyrir einhverjum stórlaxinum en m.a. voru Sven-Göran Eriksson, Slaven Bilic og Roberto Mancini orðaðir við starfið.

Al Fahim er í þann veginn að ganga frá kaupum á Portsmouth og í ítarlegri skýrslu sem hann hefur skrifað um félagið og framtíðarsýn sína segir m.a.: "Hr. Hart þekkir þetta félag betur en utanaðkomandi aðilar og verðskuldar tækifæri til að stýra því áfram."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert