KR-ingar gætu dregist gegn Fulham

KR-ingar eru með 2:0 forskot gegn Larissa eftir leikinn í …
KR-ingar eru með 2:0 forskot gegn Larissa eftir leikinn í gærkvöld. mbl.is/Eggert

Enska félagið Fulham og tyrkneska félagið Galatasaray eru meðal mögulegra mótherja KR-inga ef þeim tekst að slá Larissa frá Grikklandi útúr Evrópudeild UEFA. Framarar gætu m.a. fengið OB frá Danmörku eða Aberdeen frá Skotlandi ef þeir ná að leggja Sigma Olomouc frá Tékklandi að velli.

Dregið verður til 3. umferðar í dag og liðunum hefur verið raðað niður í riðla fyrir dráttinn. Sigurvegari í viðureign KR og Larissa getur mætt eftirtöldum liðum:

Basel (Sviss) eða Santa Coloma (Andorra)
Tobol (Kasakstan) eða Galatasaray (Tyrklandi)
Fulham (Englandi)
Rudar Velenje (Slóveníu) eða Rauða stjarnan (Serbíu)
Breda (Hollandi) eða Gandzasar (Armeníu)

Sigurvegarinn í einvígi Fram og Sigma Olomouc, sem gerðu jafntefli, 1:1 í gær, fær einhverja af eftirtöldum mótherjum:

Lille (Frakklandi)
Braga (Portúgal)
OB (Danmörku)
Aberdeen (Skotlandi)
Zilina (Slóvakíu) eða Dacia (Moldavíu)

Einnig er dregið til 3. umferðar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en FH á þar ansi litla möguleika á að komast áfram eftir skell gegn Aktobe frá Kasakstan. Ef svo ólíklega fer að FH vinni með 4-5 mörkum í Kasakstan gæti liðið fengið mótherja á borð við Olympiakos frá Grikklandi, FC Köbenhavn frá Danmörku og Zürich frá Sviss, en þó aðallega andstæðinga frá austurhluta Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert