Paul McShane, írski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem leikur með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, þarf að fara í uppskurð á hné og verður frá keppni í þrjá mánuði hið minnsta.
McShane meiddist á fimmtudaginn, rétt eftir að hann skoraði mark í 4:0 sigri á Darlington í æfingaleik, fór fyrir vikið ekki með liði Sunderland í æfingabúðir í Portúgal um helgina. Niðurstaða lækna er sú að McShane þarf að fara í uppskurð.