Arsenal vann stórsigur á austurrísku áhugamannaliði, SC Columbia, 7:1, í æfingaleik í Austurríki í dag þar sem um 7.000 manns troðfylltu lítinn völl heimaliðsins og settu vallarmet.
Það var þó lið Columbia sem komst yfir eftir 36 mínútna leik, eftir slæm mistök hjá Manuel Almunia markverði Arsenal. Nicklas Bendtner var aðeins 45 sekúndur að jafna metin og hann og Aaron Ramsey komu Arsenal í 3:1 fyrir hlé. Robin van Persie skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og þeir William Gallas og Ramsey bættu við mörkum.