Samið um skuldir Liverpool

Liverpool endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Liverpool endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Reuters

Forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool hefur tekist að endursemja við Royal Bank of Scotland um skuld sína við bankann sem nemur 290 milljónum punda, rúmlega 60 milljörðum íslenskra króna.

Talið er að eigendur Liverpool, Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett, hafi samið við bankann um að framlengja lánið gegn því skilyrði að félagið borgi til baka 60 milljónir punda, þar af 30 milljónir nú þegar, og lækki þar með skuldina niður í 230 milljónir punda.

Samningaviðræðurnar hafa gengið hægt og á tímabili var óttast að skoski bankinn myndi innkalla allt lánið.

Liverpool hefur þrátt fyrir allt getað eytt peningum í leikmenn í sumar og keypt enska landsliðsmanninn Glen Johnson fyrir 17,5 milljónir punda frá Portsmouth. Eigendunum hefur hins vegar ekki tekist að finna fé til að fjármagna kaup á nýjum leikvangi sem ætlunin er að rísi árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert