Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal útilokar ekki á að franski miðjumaðurinn Patrick Vieira gangi að nýju til liðs við Arsenal en hann yfirgaf Lundúnaliðið fyrir fjórum árum síðan og er liðsmaður Ítalíumeistara Inter.
Harry Redknapp stjóri Tottenham hefur ekki farið leynt með það að hann vilji gjarnan fá Vieira en Wenger segir að fari svo að leikmaðurinn snúi aftur til Englands komi ekki annað til greina hjá honum en að spila með Arsenal.
,,Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um þetta en ég útiloka ekkert á að Patrick komi til okkar. Það er mitt að ákveða það,“ segir Wenger sem segist vera í góðu sambandi við Vieira.
,,Ég tala við Patrickog ræði við marga leikmenn sem hafa verið hjá okkur því ég vill halda sambandi við þá. Patrick hefur gengið í gegnum erfitt tímabil en ég er þess viss að hann vilji koma til okkar. Patrick er goðsögn hjá Arsenal og honum myndi líka það vel að koma aftur,“segir Wenger.