Kreppan bítur einnig í Crewe

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe. www.crewealex.net

Guðjón Þórðarson og strákarnir hans í Crewe Alexandra hefja slaginn í ensku 3. deildinni á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Dagenham and Redbridge.

Guðjón, sem tók við stjórastöðunni hjá Crewe um síðustu áramót þegar liðið var í vonlausri stöðu, náði ekki að bjarga liðinu frá falli þrátt fyrir hetjulega baráttu en á tímabili virtist það ætla að takast en slæmur endasprettur varð lærisveinum Guðjóns að falli. Generalprufa Crewe fyrir leiktíðina gekk vel í fyrrakvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og skellti úrvalsdeildarliði Birmingham, 4:1, en fram undan er langt og strangt tímabil en 24 lið skipa 3. deildina.

,,Strákarnir spiluðu leikinn á móti Birmingham virkilega vel en ég missi mig ekkert út af þessum eina leik. Við erum búnir að æfa vel á undirbúningstímabilinu og nú er bara allt klárt fyrir baráttuna í deildinni sem verður löng og strembin,“ sagði Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe við Morgunblaðið í gær.

13 leikmenn farnir

Kreppan hefur gert vart við sig hjá Crewe eins og mörgum félögum á Englandi en Guðjóni var gert að skera mikið niður í leikmannahópnum.

,,Ég er með lítinn hóp sem telur nú aðeins 18 leikmenn. Það eru 13 leikmenn farnir frá okkur en ég vonast til að geta bætt í hópinn. Ég á möguleika á því að fá lánsmenn en fer ekki í það fyrr en ég þarf á því að halda til að spara peninginn,“ sagði Guðjón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert