Arsenal mætir Celtic í Meistaradeildinni

Andrei Arshavin og Cesc Fabregas mæta Celtic.
Andrei Arshavin og Cesc Fabregas mæta Celtic. Reuters

Í morgun var dregið til 4. umferðar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en liðin sem hafa betur í þessum leikjum tryggja sér þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Stórleikurinn í 4.umferðinni verður viðureign Arsenal og skoska úrvalsdeildarliðsins Celtic.

Drátturinn varð á þessa leið:

Lyon - Anderlecht
Celtic - Arsenal
Timisoara - Stuttgart
Sporting Lissabon - Fiorentina
Panathinaikos - Atlético Madrid
FC Sheriff - Olympiakos
Salzburg - Maccabi Haifa
FK Ventspils - FC Zürich
FC Köbenhavn - APOEL Nicosia
Levski Sofia - Debreceni

Leikirnir fara fram 18. og 19.ágúst og 25. og 26. ágúst.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert