Chelsea vann Góðgerðaskjöldinn í vítakeppni

John Terry og Frank Lampard lyfta Góðgerðaskildinum í dag.
John Terry og Frank Lampard lyfta Góðgerðaskildinum í dag. Reuters

Bikarmeistarar Chelsea unnu Englandsmeistara Manchester United í leik um Góðgerðaskjöldinn á Wembley leikvanginum í vítaspyrnukeppni í dag, en staðan var jöfn, 2:2 að loknum venjulegum leiktíma.

Man. Utd var betri aðilinn í fyrri hálfleik og mark frá Nani tryggði þeim forystu í leiknum. Ricardo Carvalho jafnaði metin í seinni hálfleik og Frank Lampard kom þeim yfir, en Chelsea var mun betri í seinni hálfleik.

En Wayne Rooney jafnaði metin undir lok leiksins og tryggði Man. Utd vítaspyrnukeppni, en engin framlenging er í leiknum um Góðgerðaskjöldinn.

Chelsea vann vítakeppnina 4:1, sína fyrstu vítakeppni síðan 1998, eða í sjöttu tilraun.

Fylgst var með leiknum hér á mbl.is.

Vítaspyrnukeppni.

 Chelsea: Lampard skorar. Ballack skorar. Drogba skorar. Kalou skoarar. Chelsea vinnur 4:1.

 Man. Utd: Giggs klikkar. Carrick skorar. Evra klikkar.

91. Mark! Rooney skorar, komst einn í gegn og kláraði laglega. Hann var þó kolrangstæður, en tryggir United vítaspyrnukeppni.

90. Carvalho brýtur á Owen sem var í hættulegri stöðu utan teigs, en ekkert verður úr aukaspyrnunni. Carvalho slapp einnig við gula spjaldið.

88. Ricardo Carvalho hjá Cheslsea hefur verið valinn maður leiksins af styrktaraðila leiksins.

86. Owen fær gult spjald fyrir að handleika knöttinn.

83. Anelka fer af velli fyrir Kalou.

80. Evra fær gult fyrir brot á Ballack.

76. Malouda fer út af fyrir Deco hjá Chelsea.

75. Fjórföld skipting hjá United. Berbatov út fyrir Owen, Fletcher fyrir Scholes, O´Shea fyrir Fabio Silva, og Park fyrir Giggs.

71. Mark! Chelsea menn komast 3 gegn 2 í hraðri sókn, þar sem Patrice Evra lá meiddur á vellinum, með höfuðmeiðsli. Lampard skorar, en leikmenn United eru brjálaðir yfir því að dómarinn stöðvaði ekki leikinn.

65. Ballack kemur inn á fyrir Mikel hjá Chelsea.

62. Nani fer meiddur af velli, kennir sér meins í öxl. Antonio Valencia kemur inn á í hans stað hjá Man. Utd.

 52. Carvalho skorar með skalla eftir atgang í teig United, þar sem Ben Foster kýldi boltann út í teig, þar sem Carvalho var fyrir og skallaði yfir hann í markinu.

45. Bosingwa kemur inn á fyrir Ivanovic.

Hálfleikur. Man. Utd leiðir verðskuldað, eftir nokkuð fjörugan leik. Chelsea sýndi klærnar örlítið undir lok hálfleiksins, en hefur ekki tekist að skapa sér nein dauðafæri að ráði.

43. Fínt skot hjá Fletcher utarlega í vítateignum, en vel varið hjá Cech.

36. Anelka með fast skot sem stefndi í markið, en Rio Ferdinand nær að kasta sér fyrir boltann.

31. Cole sendir fyrir frá vinstri, þar sem Essien kemur á ferðinni og skallar boltann, en yfir. Fínt færi.

28. Boltinn berst á fjærstöng eftir aukaspyrnu Chelsea, þar sem Malouda lúrir, en hann hittir boltann illa og skotið framhjá. Gott færi sem fór forgörðum. 

18. Park og Berbatov með frábæran þríhyrning í gegnum vörn Chelsea, en skot Berbatov frábærlega varið.

17. Frábær sókn hjá United, Park komst upp hægri, sendi á Berbatov sem sendi fyrir á Rooney, sem skallaði aftur fyrir á Park, en skot hans var varið. 

14. Ivanovic fær gult spjald fyrir annað brot sitt á Evra á stuttum tíma. United fær aukaspyrnu á hættulegum stað, en ná ekki að nýta hana.

10. Nani skorar með föstu skotu fyrir utan teig, glæsilegt mark.

06. Boltinn fer í slá Man. Utd eftir hornspyrnu Chelsea, Ivanovic átti færið.

04. Berbatov fær gult spjald fyrir að hindra aukaspyrnu Chelsea, hann stóð of nálægt boltanum.

02. Didier Drogba á fyrsta skotið í leiknum fyrir Chelsea, af löngu færi, en varið.

Minning Sir Bobby Robsons, sem lést á dögunum, var sérstaklega heiðruð fyrir leikinn, í máli og myndum.

Lið Man. Utd: Foster, O´Shea, Ferdinand, Evans, Evra, Park, Fletcher, Carrick, Nani, Berbatov, Rooney.
Varamenn: Kuczczak, Owen, Giggs, Scholes, Fabio da Silva, Valencia, Gibson.

Lið Chelsea: Cech, Ivanovic, Carvalho, Terry, Cole, Mikel, Essien, Lampard, Malouda, Drogba, Anelka.
Varamenn: Hilario, Ballack, Bosingwa, Deco, Kalou, Alex, Belletti.

Man. Utd getur ekki teflt þeim Nemanja Vidic, Edwin Van der Saar, Wes Brown og Gary Neville vegna meiðsla, og hjá Chelsea eru Joe Cole, Paulo Ferreira og Yuri Zhirkov frá vegna meiðsla.

Manchester United hefur unnið titilinn tvisvar í röð, gegn Chelsea 2007 og gegn Portsmouth 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert