Ballack fær enga refsingu

Ballack þykist alsaklaus eftir atvikið á sunnudag. Hann fær enga …
Ballack þykist alsaklaus eftir atvikið á sunnudag. Hann fær enga refsingu fyrir athæfið. Reuters

Michael Ballack, miðvallarleikmanni Chelsea, verður ekki refsað af enska knattspyrnusambandinu fyrir olnbogaskot sitt gegn Patrice Evra, leikmanni Manchester United, í leik liðanna um Góðgerðaskjöldinn í gær. Ballack hefur sjálfur viðurkennt að um brot væri að ræða, en seinna mark Chelsea í leiknum kom í kjölfar þess að Evra lá óvígur eftir á vellinum.

„Ég verð að vera ánægður að dómarinn flautaði ekki því kannski hindraði ég hann örlítið. Ef hann hefði dæmt aukaspyrnu hefði það verið í góðu lagi einnig, en hann kaus að gera það ekki. Það var óheppni fyrir þá því við skoruðum í kjölfarið,“ sagði Ballack.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir leikinn að Ballack hefði átt að fá rauða spjaldið vegna brotsins.

Ballack féll sjálfur í jörðina skömmu áður í leiknum, og var þá leikurinn stöðvaður og vilja margir meina að dómarinn hafi ekki verið samkvæmur sjálfum sér í dómgæslunni, þar sem hann stöðvaði ekki leikinn þegar Evra féll við, en samkvæmt reglum skal ávallt stöðva leik ef grunur leikur á höfuðmeiðslum, en Evra fékk högg í andlitið.

Dómarinn kaus hinsvegar að beita hagnaðarreglunni, þar sem United var með boltann á hættulegum stað, en missti hann skömmu síðar, og Chelsea skoraði.

En þar sem dómarinn gerði enga athugasemd við atvikið, opnaðist möguleiki fyrir knattspyrnusambandið til aðgerða, sem þeir ætla ekki að nýta sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert