Carlsberg að slíta samstarfinu við Liverpool

Fernando Torres í búningi Liverpool. Carlsberg merkið hefur verið á …
Fernando Torres í búningi Liverpool. Carlsberg merkið hefur verið á búningnum í 17 ár. Reuters

Bjórframleiðandinn Carlsberg, sem auglýst hefur framan á treyjum Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 1992, mun að öllum líkindum ekki framlengja samningi sínum við liðið, sem lýkur á næsta ári.

„Við fáum botn í málið á þessu ári. En, líkt og í öllum samningarviðræðum, þá er allt falt fyrir peninga, og við þurfum að vega og meta möguleika okkar,“ sagði Jorgen Buhl Rasmussen við Forbes tímaritið.

Samkvæmt markaðsfræðunum ku það vera óheppilegt að vörumerki samsvari sér einum afmörkuðum hópi í svo langan tíma, í þessu tilfelli fótboltafélagi, því það fæli í burtu viðskiptavini sem styðja önnur lið.

Samkvæmt The Daily Mail munu næstu aðalstyrktaraðilar Liverpool verða Standard Chartered bankinn breski, sem varð naumlega af samningi við Manchester United í vor, sem tók tilboði Aon í staðinn, upp á 20 milljónir punda á ári.

Talið er að Liverpool vilji fá minnst 15 milljónir punda á ári fyrir samninginn, en Chelsea fær 13 milljónir punda árlega frá Samsung.

Núverandi samningur Carlsberg og Liverpool var gerður árið 2007, til þriggja ára, þar sem Liverpool fékk samtals 22 milljónir punda á samningstímanum frá bjórframleiðandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert