John Terry fyrirliði Chelsea býst við að baráttan um enska meistaratitilinn í knattspyrnu á komandi leiktíð verði jöfn og spennandi. Hann reiknar með því að Englandsmeistarar Manchester United komi til með að verða helstu keppinautar Chelsea-liðsins um titilinn en Chelsea bar sigurorð af United í vítaspyrnukeppni um Samfélagsskjöldinn í gær.
,,Þetta verður spennandi eins og það hefur verið síðustu fjögur til fimm ár. Við höfum veitt Unitedharða keppni og þegar við unnum titilinn tvö ár í röð veitti United okkur harðasta keppni svo þetta verður blóðug barátta,“ segir Terry á vef Chelsea.
,,Ég er viss um að lið eins og Liverpool, Arsenal og Manchester City geri sig gildandi í toppbaráttunni og fleiri lið gætu blandað sér í slaginn.