Þýska liðið Bayern Munchen bíður enn svars frá Chelsea hvort þeir vilji selja portúgalska bakvörðinn José Bosingwa til liðsins. Samkvæmt Uli Höness, framkvæmdarstjóra Bayern, sögðust forráðamenn Chelsea ætla að veita þeim svar eftir leikinn um Góðgerðaskjöldinn, sem fór fram á sunnudag.
„Við höfum enn áhuga á Bosingwa. Við þurfum sterkan og reyndan varnarmann hægra megin, þar sem við notum Ribéry meira í sókninni. Við viljum aðeins Bosingwa og höfum ekki áhuga á neinum öðrum leikmanni í þessa stöðu. Chelsea samþykkti að láta okkur vita eftir leikinn um Góðgerðaskjöldinn, að þeir væru tilbúnir til viðræðna og nú bíðum við eftir að þeir hafi samband,“ sagði Höness.