Strákarnir hans Guðjóns Þórðarsonar í liði Crewe Alexandra unnu góðan útisigur á Grimsby í ensku 3. deildinni í knattspyrnu í gær. Crewe-liðið lék skínandi vel í fiskibænum og lagði heimamenn að velli, 4:0.
,,Strákarnir hófu leikinn af krafti og eftir að við komumst yfir var þetta aldrei spurning. Við gerðum út um leikinn með þriðja markinu í byrjun seinni hálfleiks. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að þetta yrði okkar dagur,“ sagði Guðjón eftir leikinn en lið hans tapaði í fyrstu umferðinni.