Wayne Rooney tryggði Englandsmeisturum Manchester United sigur á nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rooney skoraði sigurmarkið á 34. mínútu en eftir að kollspyrna hans lenti í stönginni náði hann frákastinu og skoraði. Þetta var hans 99. mark fyrir félagið.
Sigur United var fyllilega verðskuldaður en meistararnir réðu lögum og lofum og fengu nokkur góð færi en mörkin urðu ekki fleiri. Michael Owen fékk að spreyta sig síðustu 20 mínúturnar og fékk dauðafæri undir lokin þegar hann slapp einn í gegn en Hart sá við honum.
Manchester United: Foster, Fabio Da Silva, O'Shea, Jonathan Evans, Evra, Valencia, Fletcher, Scholes, Nani, Berbatov, Rooney. Varamenn: Kuszczak, Brown, Owen, Anderson, Giggs, Gibson, De Laet.
Birmingham: Hart, Carr, Roger Johnson, Queudrue, Vignal, Larsson, Ferguson, Carsley, Fahey, McFadden, Jerome. Subs for Blues are: Maik Taylor, O'Connor, Phillips, Benitez, McSheffrey, Parnaby, O'Shea.