Chelsea valtaði yfir Sunderland

Drogba fagnar marki Deco í leiknum í kvöld.
Drogba fagnar marki Deco í leiknum í kvöld. Reuters

Chelsea vann 3:1 sigur á Sunderland í kvöld í annari umferð ensku knattspyrnunnar, en leikið var á Leikvangi ljóssins í Sunderland. Þá gerðu Úlfarnir góða ferð á JJB leikvanginn þar sem liðið vann 1:0 sigur á Wigan.

Darren Bent kom Sunderland yfir á 18. mínútu, en þá hrökk Chelsea-liðið í gang og tók leikinn yfir. Michael Ballac jafnaði á 52. mínútu, Frank Lampard kom Chelsea yfir á 61. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Didier Drogba var felldur innan vítateigs. Það var svo Deco sem skoraði laglegt mark á 70. mínútu og sigur Chelsea aldrei í hættu.

Í leik Wigan og Wolves var það Andrew Keogh sem skoraði sigurmarkið strax á 6. mínútu, og fyrsti sigur Úlfanna í deildinni í höfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert