Aston Villa hefur gert tilboð í Matthew Upson, varnarmanninn sterka hjá West Ham, að því er heimildir Sky Sports herma. Martin O'Neill knattspyrnustjóri þarf á varnarmanni að halda til að fylla í þau skörð sem Martin Laursen og Zat Knight skildu eftir sig og er Upson efstur á óskalista írska knattspyrnustjórans.
Framtíð Upsons hjá West Ham hefur verið í mikill óvissu en talað hefur verið um það að West Ham þyrfti að selja hann til að rétta fjárhag félagsins við.
Tilboð Aston Villa í fyrrum Arsenal manninn ku hljóða upp á 12 milljónir punda sem jafngildir rúmum 2,5 milljörðum íslenskra króna.